
Rannveigarstofa
Á efri hæð Ingimarshúss er salur með sæti fyrir 25-30 manns. Hægt er að láta taka frá sæti fyrir hópa eða salinn allan eftir að hádegismat er lokið. Stofan er kennd við nöfnur sem bjuggu í húsinu fyrstu áratugina.
Á veggjum er veggfóður hannað af William Morris, sem var mikill Íslandsvinur og þýddi Íslendingasögurnar á ensku með Eiríki Magnússyni. Hann kom til Íslands 1871 og hitta þá m. a. Matthías Jochumsson.

Steinastofa
Á neðri hæð er kaffistofa með sæti fyrir 25-30 manns.
Á veggjum er upprunalegur panell og veggljós voru gerð úr sérkennilegri ljósakrónu til að skapa notalega birtu.
Hægt er að skoða blöð og bækur og taka í spil meðan gestir fá sér kaffi og veitingar. Þá er hotspot tölvutengi á staðnum.

Söðlasmiðjan
Afgreiðslan er á neðri hæðinni byggð inn í gamlan miðstöðvarklefa. Þar fer öll afgreiðsla fram. Kökukælirinn blasir við og drykkjarföng.
Á neðri hæð hússins var vinnustofa. Ingimar, sem byggði húsið, rak þar upphaflega söðlasmiðju, síðar voru þar skógsmiður og gullsmiður.
Raflagnir voru settar eftir upprunalegu handverki í loftið í afgreiðslunni.

Sólpallur og verönd
Vestan og sunnan við húsið eru sólpallar, auk þess skjólgóð gryfja sunnan við og verönd austan við húsið. Í allt eru sæti fyrir um 50-70 manns útivið.
Á góðviðrisdögum jafnast fátt við það að njóta matar og veitinga úti í blíðunni.