Endurbygging 2011-2012

Hafnarstræti 107b, Ingimarshús
Hólmsteinn Snædal, húsasmíðameistari, tók saman

endurbygging01Húsið mun vera byggt að einhverju leyti árið 1911 (1906 skv. fasteignamati). Þá sennilega sem fjós. Nokkrum árum seinna er það svo stækkað og gert að íbúðarhúsi.

Útveggirnir eru steyptir með borðauppslætti; svokölluðu „Sveinatungumótum“. Húsið er örugglega elsta steinsteypta hús á Akureyri.

Þegar hafist var handa við endurbætur á húsinu í júlí árið 2011 var strax áhveðið að halda í og nota allt sem mögulegt væri af viðum og innviðum hússins. Því með því móti yrði best haldið í aldur, gerð og „sál“ hússins.

Í húsinu höfðu verið þrjár íbúðir þegar mest var. Því  þurfti nokkra skoðun á því hvernig best yrði komið fyrir veitingasölum, afgreiðslu, eldhúsi og öðru því sem tilheyrði veitingarekstri, en rífa þó sem minnst af veggjum eða öðru þvílíku sem hægt yrði að nota og mætti því halda sér óbreitt.

Búið var að „augnstinga“ húsið, og því voru smíðaðir nýjir gluggar af þeirri gerð sem upphaflega voru: Sexrúðu krosspóstagluggar. Sú vitneskja og líka gerð útihurða fékkst af gömlum ljósmyndum.

Á neðri hæðinni var frekar lítil lofthæð, þannig að grafið var uppúr gólfinu um 40 sm. til að geta aukið lofthæðina. Og með miklum og erfiðum greftri var neðri hæðin líka stækkuð þó nokkuð til vesturs og norðurs til að fá rými fyrir snyrtingar og geymslur. Þeir útveggir voru svo steyptir til að halda við og undir útveggina á efri hæðinni.

Við alla innri gerð veitingahússins var leitast við að nota allt úr húsinu sem mögulegt var. Ef rífa þurfti eitthvað niður vegna einangrunar eða lagna var það sett á sinn stað aftur eða notað annars staðar þar sem þörf var fyrir panel eða stoðir, skápa eða

Ofaná afgreiðsluborðinu og líka borðunum í salnum er gólfdúkur sem rifinn var uppúr gólfunum á efri hæðinni. (Einstök gerð og munstur). Innrétting á vesturvegg niðri er samsett úr elstu innréttingu hússins og seinni tíma viðbót.hurðir. Þannig er hurðin inná snyrtingu á neðri hæð, mahonýmáluð hurð sem geymd var uppá háalofti hússins, og var upphaflega inní stássstofuna á efri hæðinni.

Bak við afgreiðsluna niðri er gamli kyndiklefinn og skorsteinninn á sínum stað. Framan á því afgreiðsluborði er gamla riðgaða bárujárnið af þakinu.

Vekja má athygli á raflögnum í loftinu á neðri hæðinni, því þar var notað gamalt raflagnaefni sem var í húsinu og aðferðir frá fyrstu árum rafvæðingar á Akureyri.

Með þessari hugsun og framkvæmd er hægt að bjóða uppá kaffiilm og veitingar í notalegu húsi með „sál“ á einstaklega skjólgóðum stað í miðbæ Akureyrar, en þó útúr umferð Hafnarstrætis.

ing_endgrof

ing_end_steyp

ing_end_vesteinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s