Húsakynni
Endurbygging 2011-12
Viðurkenning húsverndarsjóðs Akureyrar
Saga hússins – Ingimarshús
Við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu á sumardaginn fyrsta 25. apríl var Inigmarshúsi veitt þessi viðurkenning fyrir velheppnaða endurbyggingu hússins sem setur nú svip á miðbæ Akureyrar. Það var framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, Þorgnýr Dýrfjörð, sem flutti kynninguna um endurgerð hússins og nefndi Hólmstein Snædal byggingameistara breytinganna og hvernig allt heillegt hafði verið nýtt til að skapa tilfinningu fyrir því gamla, að gestir fengu það á tilfinninguna að þeir væru gestir söðlasmiðsins, Ingimars Jónssonar, sem byggði húsið á sínum tíma, afi núverandi eigenda.
Það voru þau systkinin Ingibjörg og Aðalsteinn Baldursbörn, eigendur hússins, sem veittu viðurkenningunni viðtöku, en Helga Nelson hafði ekki tækifæri að vera við afhendinguna.