Sögur úr Ingimarshúsi

Hér byggðu þau sér bæ

Hér byggðu þau sér bæ Ingimar og Helga í Ingimarshúsi um 1915. Ingimar var söðlasmiður en Helga húsmóðir. Þau byggðu húsið á grunni gripahúsa sem voru á þessum stað. Hann setti upp smiðju fyrir starfsemi sína á neðri hæðinni en þau bjuggu á þeirri efri og leigðu einnig hluta hússins til íbúðar. Rannveig, ung dóttir þeirra hjóna, flytur inn í húsið með þeim en synirnir tveir, Þór og Baldur fæddust í húsinu. Aðalsteinn Jónatansson bróðir Helgu flutti einnig inn með þeim sem og Rannveig móðir þeirra.

IMG_9531 mynd

Þau hjón keyptu landskikann sem húsið stendur á en fljótlega keyptu þau meira land sem náði upp að Bjarmastíg. Og þar ræktuðu þau kartöflur, grænmeti og rababara sem enn vex á lóðinni. Þau voru með fjós bakvið húsið og hlöðu ásamt kamri. Á þessum tíma er fjaran rétt austan Hafnarstrætis og sást til sjávar út um glugga hússins og hvar bátar lágu í fjöru.

Ingimar rak sitt verkstæði á neðri hæðinni. Hann var einn af söðlasmiðum bæjarins en einnig vann hann við dívanabólstrun. Helga var að mestu heimavinnandi en fór í fiskvinnslu annað slagið og var Baldri syni hennar minnisstætt að hafa horft á hana sem lítill drengur setja á sig hvítan skýluklút þegar hún fór að vinna í fiski ásamt fleiri konum úr bænum sem allar báru samskonar hvíta klúta.

 

Ingimar og Helga deyja frekar ung um 1930, hans banamein var botnlangakast en hún fékk krabbamein. Rannveig dóttir þeirra er þá unglingur og býr um skeið áfram í húsinu ásamt Aðalsteini móðurbróður sínum og fór að vinna við „exportið“ eins og hún minntist oft en svo var það kallað að vinna í Kaffibætisgerðinni. Þór og Baldri var komið í fóstur en Baldur átti seinna eftir að búa í húsinu fyrst á menntaskólaárunum með Steina frænda sínum og svo síðar eða 1954 flutti hann aftur inn með með sína fjölskyldu. Þau bjuggu í Ingimarshúsi í 10 ár en þá fluttu þau Baldur og Bodda aðeins ofar í brekkuna þangað sem kartöflugarðar Ingimars og Helgu voru áður en þar byggðu þau sér hús sem var heldur stærra en Ingimarshús en fjölskyldan hafði einnig stækkað.
Alla tíð var búið í Ingimarshúsi eða þar til það var gert upp 2011 en einnig var þar um tíma gullsmíðaverkstæðið hans Konna gull og skósmiðja en ekki er vitað hver skóarinn var.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s