Ljósmyndir og sýningar

Nú eru nokkrar eftirmyndir af gömlum málverkum frá Akureyri frá fyrri tíð á neðri hæðinni.

Síðasta ljósmyndasýning í húsinu var sýning ÁLFkvenna sem er hópur kvenna með ljósmyndun að áhugamáli. Þær erum búsettar á Akureyri og í Eyjafirði og hittust vikulega til að spjalla og skipuleggja sýningar og hafa starfað saman frá sumrinu 2010. Þær hafa haldið 18 ljósmyndasýningar víða á Akureyri og Eyjafirði. Sýning þeirra hét

Dægurmyndir

Myndirnar spegluðu hendingar úr dægurlögum, ljóði eða sálmi og vöktu hugrenningar svo að áhorfandi vildi syngja með í huganum.LOÁLFkonur16
Að þessu sinni sýna :
Agnes Heiða Skúladóttir,
Berglind H. Helgadóttir,
Ester Guðbjörnsdóttir,
Freydís Heiðarsdóttir,
Guðný Pálína Sæmundsdóttir,
Guðrún Kristín Valgeirsdóttir,
Halla S. Gunnlaugsdóttir,
Helga H. Gunnlaugsdóttir,
Helga Haraldsdóttir,
Hrefna Harðardóttir, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Margrét Elfa Jónsdóttir.

http://www.facebook.com/alfkonur

Ljósmyndir úr fórum Minjasafnsins á Akureyri

Vorið 2015 var sett upp sýninginn eða hluti af henni Ljósmyndir úr fórum Minjasafnsins á Akureyri í Steinastofa á neðri hæð Kaffi Ilms. Þær eru af mannlífi á Akureyri frá fyrri árum. Þær eru hluti af sýningunni Manstu… Akureyri í myndum. Those were the…  Photos from Akureyri, sem sett var upp í tilefni 150 ára afmælis Akureyrar og 50 ára afmælis Minjasafnsins á Akureyri.

IMG_4185

Ljósmyndasýningin: Náttúrfegurð

Vorið 2014 var sýning á ljósmyndum Einars Axels Schiöths, sem hann nefnir Náttúrufegurð. Sýningin er á neðri hæð Ingimarshúss í Steinastofu. Um er að ræða 13 ljósmyndir teknar aðallega við Eyjafjörð. Kynning Einars á sýningunni má lesa hér:

Ég heiti Einar Axel Schiöth og er fæddur á Akureyri. Ég fékk snemma áhuga á landslagsljósmyndun og hefur áhuginn aukist með árunum. Myndirnar á sýningunni eru flestar teknar í Eyjafirði en ein er tekin í norður Noregi. Ég hef ferðast mikið vegna vinnu og er þá myndavélin yfirleitt með í för og hefur oft náðst að fanga augnablikin sem eru orðin mörg.

auglysing_einaraxelschioth

Undanfarin fimm ár hef ég starfað í Noregi og eru myndefnin þar ótæmandi. Ég ferðast mikið hér heima og er alltaf hægt að finna eitthvað sem gaman er að smella á. Hægt er sjá fleiri myndir frá mér á Flickr.com og leita að Einarschioth. Eru þar ríflega 400 myndir og fer þeim fjölgandi. Einnig eru þó nokkrar myndir á facebook síðu minni. Ég vil þakka eigendum Kaffi Ilms og Andra í Pedromyndum sem sá um prentun og innrömmun á myndunum.

Einar er með facebook síðu sem skoða má hér.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s