Kári Halldórsson mærði Kaffi Ilm í ljóði og sendi og birtum við það hér. Hann vann við að endurnýja húsið á sínum ótrúlegu gröfum og tækjum. En hefur svo notið erfiðis síns eins og ljóðið ber með sér og margir með honum á fögrum sumardögum.
Kaffi Ilmur
eftir Kára HalldórssonKaffi Ilmur mætir mér
mitt í gili skáta.
Þar að láta líð’ úr sér
ljúft er yfirmáta.Á sumardegi sælast er
sunnan undir veggnum
með góðan drykk að gleyma sér
í geislum sólar megnum.Á Kaffi Ilm þau kunna að
kæta anda loppinn.
Þar má seðja á samastað
sálina og kroppinn.Kaffi Ilmur kitlar nef,
kverkar sopinn strýkur,
honum einkunn góða gef,
glatt úr bolla rýkur.Mín það stærsta óskin er
aukin heldur vissa
að Kaffi Ilminn enginn hér
aftur vilja missa.
Mynd: Jay Nelson