Kaffihúsið og heimabakaðar kökur

Boðið er upp á kaffi frá Kaffitár úr gamalli klassískri ítalskri kaffivél. Kökurnar eru bakaðar á staðnum ef bakara hússins. Kökurnar bera margar hverjar nöfn eins og Magnúsarsæla og Soffía frænka.

Ljósamynda-sýningar og myndlist

Nú eru nokkrar eftirmyndir af gömlum málverkum frá Akureyri frá fyrri tíð á neðri hæðinni. Síðasta ljósmyndasýning í húsinu var sýning ÁLFkvenna sem er hópur kvenna með ljósmyndun að áhugamáli. Þær erum búsettar á Akureyri og í Eyjafirði og hittust vikulega til að spjalla og skipuleggja sýningar og hafa starfað saman frá sumrinu 2010. Þær hafa haldið 18 ljósmyndasýningar víða á Akureyri…

Kaffi Ilmur í ljóði

Kári Halldórsson mærði Kaffi Ilm í ljóði og sendi og birtum við það hér. Hann vann við að endurnýja húsið á sínum ótrúlegu gröfum og tækjum. En hefur svo notið erfiðis síns eins og ljóðið ber með sér og margir með honum á fögrum sumardögum. Kaffi Ilmur eftir Kára Halldórsson Kaffi Ilmur mætir mér mitt…

Veislur á Kaffi Ilmi

Það er upplagt að vera með litlar veislur á Kaffi Ilmi. Um daginn var brúðkaup þar og hér eru nokkrar myndir frá því. Þá spilaði húsbandið.    

Umsagnir ferðamanna á Tripadvisor

„Yndislegt kaffihús og espressóið er afbragð. Andrúmsloftið er hlýlegt og þægilegt. Ég mæli með því að koma við þarna og fá sér kaffi.“„Besta swiss mocha á Akureyri. Eigandinn var mjög vinalegur og hjálpsamur: yndislegur lítill staður. Mjög heimilislegur og þægilegur.“ „Æðislegt lítið kaffihús í gamalli byggingu. Konan sem á það gerir stórkostlegar kökur og býður mann…

Með fullt hús stiga frá ferðamönnum

Veitingarstaðurinn Kaffi Ilmur hlaut sérstakt vottort um yfirburði frá ferðavefsíðunni Tripadvisor. Ingibjörg Baldursdóttir rekur staðinn ásamt tveimur öðrum en hann er í húsi sem amma hennar og afi byggðu fyrir hundrað árum.

17. júní á Kaffi Ilmi

Í góðviðrinu síðdegis á 17. júní komu margir við á Kaffi Ilmi og nutu viðurblíðunnar.

Húsakynni í Ingimarshúsi

Á Kaffi Ilmi eru tveir salir. Á neðri hæðinni er kaffistofa með sæti fyrir 25-30 manns. Á efri hæðinni er matsalur með sæti fyrir 25-30 manns. Afgreiðslan er á neðri hæðinni. Þá er ágæt útiaðstaða. Hér er kynning á húsakynnunum og aðstæðum fyrir þá sem vilja glöggva sig á þeim. Hægt er að bóka jólahlaðborð…

Visiting the Saddler

Dagskráin Visiting the Saddler er hugsað fyrir ferðafólk sem vill upplifa stemmninguna í gamla húsinu, heimsækja söðlasmiðinn. En Ingimar Jónsson, sem húsið er kennt við, var söðlasmiður. Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig á viðburðinn á visitingthesaddler@gmail.com eða hringt í síma 695 3918. Fyrsta kvöldið með Svövu og Bjarna verður 4. júní. D Come…